Sky News segir að McIntosh hafi verið flutt á sjúkrahús í Colombo eftir að hún veiktist og fór að kasta upp og átti erfitt með andardrátt. Hún lést þremur klukkustundum eftir komuna á sjúkrahúsið.
Talsmaður lögreglunnar sagði að eitrað hefði verið fyrir veggjalús í herbergi á gistiheimilinu áður en konurnar veiktust og beinist rannsókn lögreglunnar að því hvort skordýraeitrið hafi orðið þeim að bana.
Gistiheimilinu hefur verið lokað og verður lokað á meðan málið er til rannsóknar.