Cooney var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir bardagann og kom þá í ljós að blæðing hafði komið inn á heila. Hann gekkst undir aðgerð sem bar ekki tilætlaðan árangur og lést hann síðastliðinn laugardag.
Bardaginn fór fram í Belfast laugardagskvöldið 1. febrúar og var um að ræða titilbardaga gegn hinum velska Nathan Howells. Aðstandendur Cooney, foreldrar hans og unnusta, tilkynntu um andlát hans um helgina og sögðu að einstakur drengur væri nú genginn á vit feðra sinna.
Howells sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þegar Cooney lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Sagðist hann eyðilagður vegna málsins og sendi andstæðingi sínum og aðstandendum hans hlýja strauma.