fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 17:30

Bryan Adams á tónleikum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikum kanadíska tónlistarmannsins Bryan Adams sem haldi átti í Ástralíu um helgina var aflýst af nokkuð óvenjulegum ástæðum.

Svokallaður fituhlunkur (e. fatberg) hafði myndast í fráveitu undir tónleikahöllinni og óttuðust tónleikahaldarar að salerni hallarinnar myndu ekki höndla álagið. Ef allt færi á versta veg myndi flæða upp úr klósettskálum tónleikahallarinnar.

Uppselt var á tónleika Adams sem halda átti í RAC Arena í Perth og voru margir tónleikagestir ansi súrir að fá ekki að berja þennan vinsæla tónlistarmann augum. Gagnrýndu margir upplýsingaskort í aðdraganda þess að tónleikunum var aflýst.

Ekki reyndist unnt að færa tónleikana til og var þeim því aflýst en tónleikagestir fá miðana endurgreidda. Fram undan eru tónleikar hjá Adams í Sydney, Brisban og Melbourne áður en hann heldur til Bandaríkjanna.

Svonefndir fituhlunkar myndast þegar til dæmis blautþurrkum, matarfitu, eiturefnum og allskonar rusli er sturtað niður. Þegar allt þetta blandast saman getur myndast stór og mikill massi sem stíflar fráveitukerfin.

Árið 2019 var fjallað um vandamál tengd fituhlunkum hér á landi en í frétt RÚV sagði Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, að fituhlunkar hafi verið til vandræða í dælukerfum hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig