fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Farsíminn sagður geyma mikilvægar vísbendingar í óhugnanlegu morðmáli

Pressan
Mánudaginn 10. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Frakklandi rannsaka nú morð á breskum hjónin sem fundust látin á heimili sínu í rólegum bæ í suðurhluta landsins í síðustu viku.

Andrew og Dawn Searle, sem voru á sjötugs- og sextugsaldri, fundust látin á heimili sínu í bænum Les Pesquiés og bentu verksummerki til þess að um hafi verið að ræða misheppnaða innbrots- eða ránstilraun. Dawn var móðir Callum Kerr, sem er þekktur tónlistarmaður og leikari í Bretlandi.

Andrew og Dawn höfðu verið búsett í Frakklandi í um áratug en Andrew starfaði áður í Edinborg í Skotlandi við rannsóknir á efnahagsglæpum. Meðal þess sem lögregla hefur skoðað er hvort Andrew hafi átt sér einhverja óvildarmenn í ljósi þess við hvað hann starfaði.

Mail Online hefur eftir nágranna hjónanna að Andrew hafi sést í símanum áður en hann fannst látinn. Hann hafi verið að spjalla við einhvern og það hafi virst vera „tilfinningaþrungið“ símtal.

„Hann virtist áhyggjufullur,“ segir nágranninn Antoine Da Silva. Annar nágranni tekur undir þetta en hann varð sjálfur vitni að einhvers konar rifrildi milli Andrews og einhvers sem hann talaði við í símann.

„Ég sá þau daginn áður en þau fundust látin. Þau voru úti að labba með hundana og Andrew var í símanum. Hann var mjög æstur og virtist vera að rífast við einhvern á ensku. Hann veifaði mér og hélt svo áfram að tala í símann,“ segir nágranninn sem vill ekki láta nafns síns getið

Í frétt Mail Online kemur fram að lögregla hafi lagt hald á símtæki þeirra hjóna og er vonast til þess að símarnir geymi mikilvægar vísbendingar um hvað gerðist þennan örlagaríka dag, einkum sími Andrews.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana