Irish Independent skýrir frá þessu og segir að um sé að ræða afbrigði sem valdi alvarlegri veikindum en algengasta afbrigðið og að allt að 10% sjúklinganna látist en dánartíðnin af völdum vægara afbrigðisins er um 1%.
Tilfellum apabólu hefur fjölgað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðustu mánuði og veiran hefur einnig borist til nágrannaríkja. Það er einmitt þetta skæðara afbrigði sem stendur á bak við fjölgun tilfella á síðustu mánuðum.