fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Vísindin hafa talað: Konur eru öflugri en karlar

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 13:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru öflugri en karlar! Þetta kemur konum örugglega ekki á óvart en líklega eru ekki allir karlar þessu sammála.

Höfundar nýrrar bresk/bandarískrar rannsóknar, sem hefur verið ritrýnd, komust að þeirri niðurstöðu að konur séu öflugri en karlar. Einn höfunda hennar segir að konur hafi þróast til að lifa af þar sem engan mat er að hafa.

Rannsóknin byggist meðal annars á gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. Í henni kemur fram að fólk hækkar og þyngist út frá því hversu gott ástandið er á heimaslóðum þess varðandi næringu og heilbrigði. Einnig kemur fram að karlar eru viðkvæmari fyrir áhrifum uppvaxtarumhverfis síns en konur.

Lewis Halsey, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði í samtali við The Guardian að bætt lífsskilyrði í formi matar og færri sjúkdóma hafi „losað okkur úr hlekkjum“.

Í rannsókninni var athyglinni almennt beint að því hvaða áhrif velmegun hefur á hæð og þyngd fólks. En einn áhugaverðasti hluti hennar er að konur eru öflugri þegar kemur að umhverfisáhrifum, sagði Bjørn  Panyella Pedersen, prófessor í erfðafræði við Árósaháskóla, í samtali við TV2. Hann sagði niðurstöðuna spennandi, því hún falli vel að væntingum vísindamanna út frá því sem þeir hafa séð hjá öðrum dýrum.

Líkamsburðir karla á borð við hæð og þyngd krefjast meiri orku vegna þess að vöðvamassi þeirra er meiri en hjá konum og af þeim sökum eru þeir háðari góðri næringu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Litla lygin sem átti eftir að bjarga lífi hans í helförinni

Litla lygin sem átti eftir að bjarga lífi hans í helförinni