Airfryer er hægt að nota til að elda allt frá frönskum kartöflum til safaríks kjúklings og meira að segja til að baka. En tækið hefur ákveðna ókosti sem sölumenn „gleyma“ oft að nefna.
Það er hægt að fá Airfryer í hinum ýmsu verðflokkum. Ef þú vilt fá einn, sem getur komið í staðinn fyrir ofninn, þá þarftu að draga stóra veskið upp.
Stærðin er eitt sem sölumenn gleyma oft að nefna. Lítill airfryer tekur auðvitað ekki mikið pláss á eldhúsbekknum en á móti kemur að þú getur ekki sett mikinn mat í hann. Stór airfryer tekur mikið pláss en á móti er hægt að setja mikinn mat í hann.
Airfryer getur verið hávær því loftstraumurinn, sem flæðir í gegnum öfluga viftu, getur valdið hávaða sem minnar á venjulegan ofn.
Það er líka rétt að hafa í huga að ódýrir airfryer eru ekki endilega góðir. Ef þú vilt fá stökkar franskar kartöflur úr tækinu, þá er ekki öruggt að ódýr airfryer geti uppfyllt það.