fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Þess vegna er barnið þitt matvant

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 15:30

Brokkolí er hollt en mörg börn fúlsa við því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú háð harða baráttu við að fá barnið þitt til að borða brokkolí eða fisk? Ef svo er, þá getur þú sótt þér smá huggun í niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Breskir vísindamenn rannsökuðu tengslin á milli erfða og matvendni. Þeir notuðu gögn um 4.800 eineggja og tvíeggja tvíbura.

Börnin voru á aldrinum 16 mánaða til 13 ára. Niðurstöðurnar voru skýrar: Erfðir skipta miklu máli hvað varðar matvendni, sérstaklega þegar börn eru þriggja ára.

Vísindamennirnir segja að rannsóknin sýni að erfðir skýri um 60% af matvendni ungra barna. Hlutfallið er 74-84% þegar börnin eru á aldrinum 3 til 13 ára.

Þetta þýðir að þrátt fyrir að umhverfið hafi ákveðin áhrif, þá eru það erfðir sem ráða mestu um matvendni.

En þrátt fyrir að matvendni sé aðallega tilkomin vegna erfða, þá þýðir það ekki að foreldrarnir séu alveg áhrifalausir. Vísindamennirnir segja að það séu „gluggar“ á þroskaskeiði barnanna, þar sem umhverfið leiki stærra hlutverk.

Videnskab.dk hefur eftir Christine Helle, lektor við háskólann í Agder, að áhrifaríkast sé að innleiða fjölbreytt mataræði áður en barnið nær 2 ára aldri. Á þessum aldri hafa foreldrarnir mest áhrif.

Vísindamennirnir segja að börnin þurfi að fá nýjan mat oftar en einu sinni áður en þau sætta sig við hann.

Þetta krefst þolinmæði en getur skilað ávinningi til langs tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?