fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Svona getur þú haldið lárperunum ferskum í heilan mánuð

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 07:30

Lárperan er græn og væn en verður brún ef hún verður of gömul.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú einhvern tímann hent brúnni lárperu í ruslið og hugsað með þér að það hafi verið peningasóun að kaupa hana?

Ef svo er, þá erum við með góðar fréttir fyrir þig. Matvælasérfræðingur segir að á einfaldan hátt sé hægt að lengja geymsluþol lárperu um 30 daga.

Amy Lynn Cross, stofnandi The Cross Legacy segir að margir geymi lárperur á rangan hátt, sérstaklega með því að setja þær í vatn. Það er vinsæl aðferð sem fer ansi mikinn á samfélagsmiðlum.

Amy segir að ef þetta er gert, þá geti það örvað bakteríuvöxt og gert lárperuna hættulega heilsunni. Express skýrir frá þessu.

Amy sagði að ef lengja á geymsluþol lárperu þá sé best að byrja á að fjarlægja límmiðana af henni. Því næst er hún látin ofan í skál þar sem er blanda af köldu vatni á móti 5% eimuðu hvítu ediki en sú blanda drepur bakteríur og lengir geymsluþolið að hennar sögn.

Lárperan á að liggja í þessari blöndu í nákvæmlega tvær mínútur, alls ekki lengur því þá kemur edikbragð af henni.

Því næst á að skola lárperuna undir rennandi vatni og þurrka hana.

Hún á síðan að þorna alveg áður en hún er sett í loftþéttar umbúðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Ólöf Tara er látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið

Var á leið út í búð þegar svartbjörn með hundaæði réðst á hann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Horfði loksins á myndbandið af heimafæðingunni og áttaði sig á veigamiklu atriði

Horfði loksins á myndbandið af heimafæðingunni og áttaði sig á veigamiklu atriði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig