fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Umferðarslys afhjúpaði hrikalegt fjölskylduleyndarmál

Pressan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni 8. desember síðastliðinn varð alvarlegt umferðarslys í Fayette-sýslu í Alabama þegar ökumaður pallbifreiðar missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar og fór nokkrar veltur uns hún staðnæmdist á tré.

Í slysinu létust ökumaðurinn, hinn fertugi Steven Brad Collins, og tveggja ára dóttir hans, Rileygh, en kona sem sat í framsætinu; kona ökumannsins og móðir stúlkunnar, hin 22 ára gamla Wendy Pam Bailey, komst lífs af þrátt fyrir að hafa kastast út úr bifreiðinni.

Lögreglumenn áttuðu sig sennilega ekki á því þennan morgun að skelfilegt leyndarmál fjölskyldunnar var við það að komast upp á yfirborðið og mátti það rekja til farþega sem var ekki í bílnum þegar slysið varð og enginn virtist vita hvar væri. Var hér um að ræða eins árs gamlan son þeirra Stevens og Wendy.

Í umfjöllun Mail Online og AL.com kemur fram að það hafi verið ættingi fjölskyldunnar sem kom lögreglu á sporið þegar hann fór að spyrjast fyrir um afdrif hins eins árs gamla Kahleb. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hann hafði ekki sést síðan 4. september síðastliðinn, eða í þrjá mánuði áður en slysið varð.

Á meðan Wendy lá á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hún hlaut í slysinu fóru púslin að raðast saman hjá lögreglu. Wendy játaði að Kahleb hafði verið beittur skelfilegu ofbeldi og tjáði sig um ljósmyndir sem Steven hafði sent henni af blóðugu og meðvitundarlitlu barninu í kjölfar barsmíða. Sagði hún að Kahleb hefði dáið og líki hans verið komið fyrir í kofa fyrir utan heimili fjölskyldunnar áður en það var fært á óþekktan stað.

Lögregla hefur nú ákært Wendy fyrir að koma syni sínum ekki til aðstoðar og fyrir að láta lögreglu ekki vita af ofbeldinu. Þá hefur faðir hennar, hinn 55 ára gamli John Elton Bailey, sem bjó með fjölskyldunni, einnig verið ákærður fyrir að tilkynna ekki um hvarf barnabarns síns. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar í málinu og eru líkamsleifar Kahlebs litla til dæmis ekki enn komnar í leitirnar.

AL News greinir frá því að nokkrum vikum fyrir slysið hafi Steven skrifað færslu um son sinn á samfélagsmiðla þar sem hann bað fólk um að hafa hann í bænum sínum. „Hann stækkar ekki eðlilega og er mjög bakveikur. Líffærin stækka en líkaminn ekki. Hann mun þurfa að gangast undir aðgerð á einhverjum tímapunkti. Haldið honum í bænum ykkar. Þetta hefur verið erfitt og það er langur vegur fram undan,“ sagði hann.

Ekki liggur fyrir hvort hann hafi ætlað að villa um fyrir vinum og ættingjum og reynt að telja þeim í trú um að drengurinn væri alvarlega veikur. Málið gegn móðurinni verður tekið fyrir þann 15. janúar næstkomandi og má búast við því að frekari upplýsingar komi þá fram í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“