Spænska lögreglan rannsakar nú hvarf hans en fjölskylda hans telur að hann hafi verið skotinn til bana og lík hans falið. Systir hans, Courtney, sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hún telji að „vinur“ hans hafi myrt hann. „Við grunum helst vin hans. Hann er ekki góð manneskja, hann er hættulegur. Við höfum engar sannanir en við teljum að þetta hafi verið hann. Hann er ekki samstarfsfús við lögregluna, við vitum ekki hvar hann er og hann segist ekki vita neitt,“ sagði hún.
Lík fannst á Costa Blanca á þriðjudaginn og er talið að það sé líkið af John George. Einn hefur nú verið handtekinn vegna málsins.