Heima hjá honum fann FBI rúmlega 150 sprengjur, skotvopn og eitt og annað tengt sprengjugerð. Hann var að sjálfsögðu handtekinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. FBI hafði unnið að rannsókn málsins í rúmt ár að sögn Washington Post.
Samkvæmt því sem kemur fram í dómskjölum þá hafði lögreglan aldrei áður fundið svona mikið magn af heimagerðum sprengjum á einum stað. Í skjölunum kemur fram að fjöldi sprengna hafi fundist í bakpoka í einu svefnherbergi hússins.
Einnig fannst fjöldi ljósmynda af Joe Biden, forseta, sem höfðu greinilega verið notaðar sem skotskífur.
Saksóknarar segja að Spafford hafi sagt að morð á stjórnmálamönnum þyrftu að verða vinsæl á nýjan leik í Bandaríkjunum.
Spafford hefur aldrei verið komið við sögu lögreglunnar vegna ofbeldis- eða vopnalagabrota og því hefur mál hans vakið mikla athygli.