Þeir áfangastaðir, sem eru settir á þennan lista, eru undir miklu álagi vegna ágangs ferðamanna og því ráðleggur ferðasíðan fólki að fara ekki þangað á þessu ári. Ekki er verið að hvetja fólk til að sniðganga staðina, heldur er verið að hvetja fólk til að hugsa sig um áður en það heimsækir þessa áfangastaði.
Fly Smart 24 skýrir frá þessu.
Fodor´s Travel hefur lengi gefið ferðamönnum góð ráð um eitt og annað varðandi ferðalög.
Á þessu ári beinir síðan sjónum sínum að ferðamannastöðum sem eiga í vök að verjast vegna eigin vinsælda.
Þeir ferðamenn, sem ákveða að heimsækja þessa staði þrátt fyrir ráðleggingar Fodor´s Travel, ættu að búa sig undir eitt og annað. Þar má nefna endalausar raðir, rusl í náttúrunni og himinhátt verð á veitingastöðum.
Meðal áfangastaðanna á listanum eru Kanaríeyjar, Mallorca, Barcelona og Feneyjar.