Indverski miðillinn The Economic Times skýrir frá þessu.
Veiran veldur kveflíkum einkennum en í alvarlegum tilfellum getur hún valdið öndunarörðugleikum.
Myndbönd og myndir á samfélagsmiðlum sýna yfirfull sjúkrahús í Kína og sjúklinga með andlitsgrímur.
Það eru aðallega ung börn, fólk eldra en 65 ára og fólk með lélegt ónæmiskerfi sem er í hættu á að smitast af veirunni.
Reuters segir að verst sé staðan í norðurhluta Kína því þar hefur veiran lagst þungt á börn undir 14 ára aldri.
Mao Ning, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á föstudaginn að öndunarfærasjúkdómar séu almennt algengir á veturna og að það sé öruggt að ferðast til Kína.