Hann stal skartgripum að verðmæti sem svarar til um 1,8 milljarða íslenskra króna, Hermes Crocodile Kelly handtöskum að verðmæti 26 milljóna króna og 2,6 milljónum í reiðufé.
Metro segir að innbrotsþjófnum sé lýst sem hvítum karlmanni um þrítugt. Hann var í dökkri hettupeysu og dökkum buxum og með gráa derhúfu. Andlit hans var hulið. Innbrotið átti sér stað á milli klukkan 17 og 17.30 þann 7. desember.
Talsmaður lögreglunnar sagði að margir skartgripanna hafi mikið tilfinningalegt gildi og séu einstök hönnunarverk og því sé auðvelt að bera kennsl á þá.