Lögreglan komst á snoðir um fíkniefnin þegar sást til ferða tveggja grunsamlegra hraðbáta við árósa Guadalquivir árinnar.
Lögreglumenn fylgdu bátunum eftir að bóndabæ í Coria del Rio, sem er sunnan við Sevilla. Þar fann lögreglan tvo niðurgrafna gáma sem innihéldu sjö tonn af kókaíni. Þrír voru handteknir á vettvangi.
Lögreglan segir að aldrei áður hafi hald verið lagt á svo mikið kókaíni í suðurhluta landsins.
Auk kókaínsins, var hald lagt á þrjú skotvopn, þar á meðal AK-47, og tvö stolin ökutæki.
Spánn er meðal þeirra Evrópuríkja sem smyglarar nota einna mest við að koma fíkniefnum til álfunnar. Ástæðan er að Marokkó er skammt undan en þar er mikið framleitt af kannabisefnum, og náin tengsl við gamlar spænskar nýlendur í Suður-Ameríku.