fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Vinsæll drykkur veldur oft svefnvanda – Þetta er ekki kaffi!

Pressan
Sunnudaginn 5. janúar 2025 21:30

Hún virðist eiga erfitt með svefn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú veist örugglega að það er ekki góð hugmynd að drekka kaffi og aðra koffínríka drykki þegar líður að háttatíma. En það er annar drykkur, sem getur haft enn meiri áhrif á svefninn, sem oft gleymist í þessari umræðu.

Taugalæknirinn Rachel Barr fjallaði um þennan drykk á samfélagsmiðlinum TikTok og benti á að hann bindi sig við svokallaða GABA-A móttakara í heilanum en þeir virka sem slökkvarar fyrir frumur.

Drykkurinn sem um ræðir er áfengi. Neysla þess getur haft skjót áhrif á þætti eins og slökun og dregið úr kvíða en með tímanum getur neysla þess valdið kvíða og svefnvanda. Express skýrir frá þessu.

Barr segir í myndbandi að þegar fólk drekki áfengi, þá slökkvi það í raun á slökkvaranum fyrir mikinn fjölda heilafruma. Þess vegna sjáist skjót áhrif á borð við heimsku, minni kvíða og slökun þegar fólk drekkur áfengi.

„Vandinn er að ef þú drekkur mikið áfengi um langa hríð, þá reynir heilinn að bæta upp fyrir það með því að fækka slökkvurunum í heilanum eða með því að fækka GABA-A móttökurunum,“ segir hún og bætir að það hafi í för með sér að þegar fólk drekkur ekki áfengi, þá verði virkni heilafrumnanna meiri en venjulega, því þá séu eru færri slökkvarar, og það geri að verkum að heilafrumurnar séu líklegri til að vera virkar.

Hún segir að í undantekningartilfellum geti þessi aukna virkni heilafrumna valdið því að fólk fái kvíðakast eða geti ekki sofið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn látinn og sjö slasaðir eftir að cybertruck frá Teslu sprakk fyrir utan Trump hótelið í Las Vegas

Einn látinn og sjö slasaðir eftir að cybertruck frá Teslu sprakk fyrir utan Trump hótelið í Las Vegas