Taugalæknirinn Rachel Barr fjallaði um þennan drykk á samfélagsmiðlinum TikTok og benti á að hann bindi sig við svokallaða GABA-A móttakara í heilanum en þeir virka sem slökkvarar fyrir frumur.
Drykkurinn sem um ræðir er áfengi. Neysla þess getur haft skjót áhrif á þætti eins og slökun og dregið úr kvíða en með tímanum getur neysla þess valdið kvíða og svefnvanda. Express skýrir frá þessu.
Barr segir í myndbandi að þegar fólk drekki áfengi, þá slökkvi það í raun á slökkvaranum fyrir mikinn fjölda heilafruma. Þess vegna sjáist skjót áhrif á borð við heimsku, minni kvíða og slökun þegar fólk drekkur áfengi.
„Vandinn er að ef þú drekkur mikið áfengi um langa hríð, þá reynir heilinn að bæta upp fyrir það með því að fækka slökkvurunum í heilanum eða með því að fækka GABA-A móttökurunum,“ segir hún og bætir að það hafi í för með sér að þegar fólk drekkur ekki áfengi, þá verði virkni heilafrumnanna meiri en venjulega, því þá séu eru færri slökkvarar, og það geri að verkum að heilafrumurnar séu líklegri til að vera virkar.
Hún segir að í undantekningartilfellum geti þessi aukna virkni heilafrumna valdið því að fólk fái kvíðakast eða geti ekki sofið.