fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Pressan
Sunnudaginn 5. janúar 2025 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú ein(n) af þeim sem finnst gott að sofa í köldu lofti? Þú ert ekki ein(n) um það því almennt séð sefur fólk betur í svölu umhverfi en hlýju. En ef við sofum í of köldu herbergi getur hitamunurinn á milli kalda svefnherbergisins og annarra rýma í húsinu valdið rakavandamálum og skapað góð skilyrði fyrir myglusveppi.

Kjörhitastig í svefnherbergi er 17 til 18 gráður hið minnsta allan sólarhringinn. Ef hitinn í því verður meira en 5 gráðum lægri en í öðrum rýmum hússins er hætta á að raki myndist á yfirborðsflötum í herberginu þegar hlýtt loft úr öðrum rýmum leitar inn í herbergið. Þetta gerist einnig þótt dyrnar inn í svefnherbergið séu lokaðar.

Um leið og raki og lífræn efni, til dæmis ryk, veggfóður eða tré, eiga samleið í svefnherberginu getur myglusveppur myndast og dafnað.

Það er samt óhætt að lækka hitann í svefherberginu niður fyrir fyrrnefndar 17 til 18 gráður ef hitamunurinn miðað við önnur rými er ekki meira en 5 gráður. Þá er ekki hætta á að myglusveppur nái sér á strik. En það þarf að muna að hækka hitann í herberginu þegar farið er á fætur.

Nokkur góð ráð um hitastig í svefnherbergjum:

Lækkaðu hitann á nóttunni og hækkaðu hann aftur þegar þú ferð á fætur.

Loftaðu út fyrir svefninn. Það er í lagi að lækka hitann þegar gengið er til náða. Þegar þú hefur lækkað hitann á ofninum ættirðu að lofta út í 5 til 10 mínútur.

Það er í lagi að sofa við opinn glugga svo lengi sem það er ekki alltof kalt úti. Ef þú sefur með opinn glugga kælir þú ekki bara loftið í herberginu niður heldur einnig yfirborðsfleti. Af þeim sökum er mikilvægt að hita herbergið upp yfir daginn.

Loftaðu út á hverjum morgni. Það er mikilvægt að lofta út á morgnana til að losna við rakt loft úr herberginu, sérstaklega ef þú sefur með lokaða glugga. Að útloftun lokinni er best að hækka hitann aftur.

Ekki láta húsgögn vera alveg upp við útvegg ef hann er illa einangraður. Það er gott að hafa um 10 sm frá til dæmis rúmi eða skáp að útvegg. Þannig kemst ferskt loft að veggnum og dregur úr hættunni á að myglusveppur myndist.

Þurrkaðu raka af yfirborðsflötum á morgnana, þar á meðal úr rúðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
Pressan
Í gær

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn látinn og sjö slasaðir eftir að cybertruck frá Teslu sprakk fyrir utan Trump hótelið í Las Vegas

Einn látinn og sjö slasaðir eftir að cybertruck frá Teslu sprakk fyrir utan Trump hótelið í Las Vegas