Adam Oakley, sem er sérfræðingur þegar kemur að geymslu matvæla, sagði í samtali við Daily Mail að ekki eigi að geyma eggin í þessu hólfi eða í hurðinni almennt.
Ástæðan er að hans sögn að það verða sífelldar hitabreytingar í hurðinni því hún er opnuð margoft yfir daginn. Þetta gerir hitastigið óstöðugt og bakteríur geta því dafnað vel og veikt náttúrulegar varnir eggja og þau því orðið ónýt mun fyrr en ella.
Hann mælir með því að eggin séu geymd í miðhillunni og að grennri endi þeirra sé látinn vísa upp.