fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Óvæntar staðreyndir um hunda

Pressan
Laugardaginn 4. janúar 2025 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru auðvitað bestu vinir mannanna og hafa átt samleið með okkur árþúsundum saman. Þeir búa yfir mjög mismunandi eiginleikum, eru allt frá því að vera varðhundar yfir í að vera blíðir og tryggir Labrador eða bráðgreindir Border Collie.

En hversu mikið veist þú um hunda?

Á vef gipote.dk má finna eftirfarandi staðreyndir um hunda:

Labrador retriever er vinsælasta hundategundin.

Þegar hundar drekka, þá búa þeir til litla „skeið“ með tungunni til að taka vatnið upp.

Hundar eru afkomendur úlfa en vissir þú að elsti forfaðir þeirra er Miacis, sem var lítið dýr sem var uppi fyrir 40 milljónum ára. Þetta dýr er líka forfaðir úlfa, þvottabjarna og bjarndýra.

Hundar geta fundið breytingar á veðri á sér löngu á undan okkur tvífætlingunum. Þeir verða oft órólegir þegar vont veður er í uppsiglingu.

Nýfæddur hvolpur er blindur, heyrnarlaus og tannlaus.

Hundar eru með frábær skilningarvit en fyrsta skilningarvitið sem þeir þróa með sér, er snertiskynið.

Þrátt fyrir að hundum líki vel að láta snerta sig, þá fellur þeim almennt ekki að láta faðma sig. Í heimi hunda getur það verið túlkað sem merki um að hundur drottni yfir öðrum ef hann leggur fæturna yfir hann.

Hundar geta hreyft eyrum óháð hvort öðru.

Litlir hundar heyra betur en stórir hundar.

Við mennirnir erum með einstök fingraför en hundar einstakt neffar.

Blautt nef hunda, hjálpar þeim við að finna lykt því blautt nefið fangar vatnsdropa sem innihalda lykt.

Þvag hunda er ekki bara sterkt, það er ætandi. Það hefur þurft að skipta um marga ljósastaura því hundar höfðu migið svo mikið á þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé