fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Ætlar þú að keyra á meginlandinu í sumar? Þá skaltu hafa þetta í huga

Pressan
Föstudaginn 31. janúar 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2023 létust rúmlega 3.000 manns í umferðarslysum á Ítalíu. Þetta þýðir að 52 létust fyrir hverja milljón íbúa og er þetta sorglegt evrópskt met.

Nú hafa ítalskir stjórnmálamenn ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu til að fækka dauðsföllunum. Þeir hafa ákveðið að hækka sektir fyrir að tala í farsíma, án þess að nota handfrjálsan búnað, á meðan ekið er og það ríflega.

FDM skýrir frá þessu og segir að við fyrsta broti af þessu tagi verði ökumenn sektaðir um 250 evrur, ca. 36.000 krónur. Ef viðkomandi er gripinn aftur, hækka sektirnar og geta orðið allt að 1.000 evrur, 146.000 krónur. Ef ökumaður lendir í óhappi, á meðan hann er að tala í síma án handfrjáls búnaðar, þá verða sektirnar enn hærri.

Fyrir útlendinga mun aukakostnaður leggjast ofan á því rukkað verður sérstaklega fyrir að senda sektina til heimalands þeirra. Ef ökumaðurinn ók bílaleigubíl, þá rukka bílaleigurnar hann fyrir ýmsan kostnað sem þær bera vegna sektargreiðslna.

Einnig var ákveðið að herða refsingar vegna ölvunaraksturs og verða sektirnar framvegis á bilinu frá 573 evrum, 84.000 krónur, til 2.170 evra, 318.000 krónur, ef áfengismagnið mælist 0,5 til 0,8 prómill.

Framvegis verða sektir fyrir að leggja í stæði fatlaðra frá 330 evrum, 48.000 krónur, upp í 990 evrur, 145.000 krónur.

Ítalir eru ekki þeir fyrstu til að hækka sektir fyrir umferðarlagabrot. Norðmenn hækkuðu sektir fyrir notkun farsíma, án handfrjáls búnaðar, á síðasta ári og er hún núna sem svarar til um 123.000 íslenskum krónum.

Sektin fyrir að aka á akrein strætisvagna er sem nemur 100.000 íslenskum krónum. Ef ekið er gegn rauðu ljósi þarf ökumaður að punga út sem nemur 121.000 íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana