En nú er Hinton, sem hlaut nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrr á þessu ári, orðinn svartsýnni og telur hann líkurnar á að gervigreind útrými okkur mönnunum, nú vera 10-20%.
Hann sagði þetta í samtali við BBC. Hann sagði að flestir þeir vísindamenn, sem vinna við rannsóknir á gervigreind, séu sammála um að á næstu 20 árum verði gervigreind þróuð sem sé gáfaðri en fólk.
„Þetta er hrollvekjandi tilhugsun,“ sagði hann og bætti við: „Hversu mörg dæmi detta þér í hug, þar sem gáfuðum hlut er stjórnað af minna gáfuðum hlut?“