fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

„Mér var sagt að barnið mitt hefði dáið í eldsvoða – Ég sá hana sex árum síðar í afmælisveislu“

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 21:03

Delimar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins tíu dögum eftir að Luzaida Cuevas eignaðist dótturina Delimar, var henni sagt að hún hefði látist í eldsvoða. En sex árum síðar kom sannleikurinn í ljós þegar hún sá dóttur sína í afmælisveislu.

Delimar lést ekki í eldsvoða því henni var rænt af Carolyn Correa, sem var gift inn í föðurfjölskyldu Luzaida.

Correa ól Delimar upp sem dóttur sína og gaf henni nafnið Aaliyah Hernandez.

Fjallað er um þetta í nýrri heimildarmynd: „Back from the Dead: Who Kidnapped Me?“.

Fram kemur að lík Delimar hafi ekki fundist en lögreglan hafi sagt foreldrum hennar að hún hefði látist í eldsvoða í desember 1997. Var eldur sagður hafa kviknað út frá framlengingarsnúru í hitara á heimili fjölskyldunnar.

En Luzaida var ekki sannfærð um að þetta væri rétt og taldi að dóttirin væri á lífi. Ástæðan er að þegar eldurinn kom upp, þá flýtti hún sér auðvitað að vöggu Delimar en hún var tóm þegar að var komið. Glugginn í svefnherberginu var galopinn.

Slökkviliðsmenn þurftu að draga hana öskrandi út úr brennandi húsinu.

Delimar, sem er 26 ára, sagði í samtali við The Sun að fólk haldi að eftir að upp kemst að manneskju hafi verið rænt, sé lífið dans á rósum en svo sé ekki. Það sé mikil vinna sem þurfi að inna af hendi, byggja þurfi upp sambönd við annað fólk og halda lífinu áfram.

Delimar ólst upp í New Jersey hjá Correa og börnum hennar. „Mér fannst ég aldrei lík henni. Dóttir hennar var með miklu ljósari húð, eins og ég. Mér fannst ég og dóttir hennar því alltaf líkar og að ég líktist mömmu minni ekki,“ sagði hún.

Þar var 2004 sem Luziada var í afmælisveislu þar sem hún sá stúlku sem henni fannst líkjast Delimar mjög mikið. Hún var fljót að hugsa og náði hári úr höfði stúlkunnar í von um að hægt yrði að nota það við DNA-rannsókn.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að stúlkan var dóttir hennar. Eftir að niðurstaðan lá ljós fyrir, var Correa handtekin og síðar dæmd í 9 til 30 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega