fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Faðir og bróðir hryðjuverkamannsins stíga fram – „Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverk var framið á Bourbon Street í New Orleans á nýársdag. Maður að nafni Shamsud-Din Jabbar ók á pallbifreið í gegnum hóp vegfarenda sem voru að fagna nýju ári. Fimmtán létu lífið og hátt í fjörutíu særðust. Jabbar lét sjálfur lífið eftir skotbardaga við lögreglu.

Undanfarna daga hafa yfirvöld í Bandaríkjunum reynt að varpa ljósi á hvað gerðist. Shamsud var bandarískur ríkisborgari, vel menntaður og hafði þjónað í hernum við góðan orðstír. Eitthvað varð þó til þess að hann fylltist öfgakenndum skoðunum. Hryðjuverkamaðurinn lét eftir sig upptökur þar sem hann bendlaði sjálfan sig við hryðjuverkasamtökin ISIS og hafði meðal annars skreytt pallbílinn með fána samtakanna. Á upptökunum rekur Shamsud að fyrst hafi hann ætlað að bana börnum sínum og fyrrverandi mökum. Hann hætti þó við það og ákvað að einbeita sér að „stríðinu á milli þeirra trúuðu og trúleysingja“

Fjölskylda Jabbar lét í fyrstu lítið fara fyrir sér en nú hafa bróðir hans og faðir rætt við CNN. „Hann var skapgóður, skipti sjaldan skapi, indæll og ljúfur,“ segir Abdur Jabbar, 24 ára, um bróður sinn sem var 42 ára þegar hann lést. „Þess vegna er svo ótrúlega erfitt að trúa því að hann hafi verið fær um að gera eitthvað svona.“

Abdur og faðir bræðranna, Rahim, segjast aldrei hafa séð vísbendingar um að Shamsud væri haldinn öfgafullum skoðunum eða að hann hefði hryðjuverk á prjónunum.

„Hann hefur sturlast fyrir einhverjar sakir. Hann er ekki svona manneskja. Einhver eða eitthvað hefur afvegaleitt hann. Þetta er það sem við skiljum ekki. Hann var ekki að ganga í gegnum nokkuð sem við vissum um. Þetta er bara hræðilegt sama hvernig á það er litið.“

Abdur lýsir því að hafa komið heim á miðvikudagsmorgun eftir næturvakt hjá lestarstöð. Þá fékk hann símtal frá ættingja sem sagði að Shamsud væri hryðjuverkamaðurinn sem var fjallað um á öllum miðlum. Abdur trúði því ekki og hélt að ættingi hans væri að misskilja eitthvað en svo sá hann mynd af bróður sínum í fréttatímanum.

„Ég fékk áfall yfir því að einhver svona nákominn mér hefði valdið allri þessari tortímingu. Ég finn til með þessu fólki og þeim sem þurftu að verða vitni að þessu.“

Abdur segir að bróðir hans hafi verið venjulegur fjölskyldufaðir. Hann átti þrjú börn með tveimur fyrrverandi eiginkonum. Hann hafi aldrei gefið til kynna að hann væri að ganga í gegnum erfiðleika. Bræðurnir voru ekki nánir í uppvextinum þar sem langt er á milli þeirra í aldri en þeir náðu þó vel saman eftir að faðir þeirra fékk heilablóðfall haustið 2023. Síðan þá töluðu þeir nánast daglega saman. Shamsud leit upp til eldri bróður síns. Þeir töluðu aldrei um ISIS þó að þeir séu báðir aldir upp í múslimatrú.

„Hann deildi aldrei nokkru slíku með mér. Hann skildi hvað það er að vera múslími og það skynjaði ég frá honum á þeim tíma sem við vorum nánir. Hvernig hann bar sig og hvernig hann kom fram við aðra. Það var ekkert í þessa átt. Það var ekki þessi harmleikur heldur þvert á móti.“

Rahim segir sárt að hafa ekki fengið tækifæri að tala son sinn af þessu voðaverki. „En hvernig getur maður vitað eitthvað sem börnin segja manni ekki? Við hefðum að sjálfsögðu reynt því við vissum að þetta hefði aldrei endað vel.“

Abdur segist ætla að muna eftir bróður sínum sem góðum manni, þrátt fyrir hryðjuverkið. Hann segir í samtali við KPRC að fjölskyldan sé í molum en vill þó leggja áherslu á að verknaðurinn endurspegli hvorki íslam né samfélag múslima.

„Ég er engan veginn að samþykkja það sem hann gerði. Það sem hann gerði var rangt. En það er lína á milli þess sem hann gerði og þess að vera manneskjan og bróðirinn sem hann var mér.“

Alríkislögreglan (FBI) fer fyrir rannsókn málsins og segir að Shamsud hafi „100% verið undir áhrifum frá ISIS“. Nú beinist rannsóknin að því hvað olli því að Shamsud varð heltekinn af öfgum. Talið er að Shamsud hafi verið einn að verki og að hingað til bendi ekkert til þess að Shamsud hafi verið í samskiptum við aðila á vegum ISIS.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist