fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 06:30

Hann lenti í undarlegu slysi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besti golfari heims, Scottie Scheffler, þurfti að gangast undir skurðaðgerð eftir að hann lenti í undarlegu slysi við jólaeldamennskuna.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Scheffler hafi skorist á lófa hægri handar þegar glerkrukka brotnaði. Örsmá glerbrot sátu föst í lófanum og þurftu læknar að gera aðgerð á honum til að ná þeim úr.

Scheffler getur því ekki tekið þátt í fyrsta golfmóti ársins nú um helgina.  Hann vonast til að vera búinn að ná sér þegar The American Express golfmótið fer fram í Kaliforníu um miðjan mánuðinn.

Scheffler vann ólympíugull á síðasta ári og sjö PGA mót. Hann var nýlega kjörinn besti leikmaður PGA mótaraðarinnar og var það þriðja árið í röð sem hann hlaut þann titil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna