Sky News skýrir frá þessu og segir að Scheffler hafi skorist á lófa hægri handar þegar glerkrukka brotnaði. Örsmá glerbrot sátu föst í lófanum og þurftu læknar að gera aðgerð á honum til að ná þeim úr.
Scheffler getur því ekki tekið þátt í fyrsta golfmóti ársins nú um helgina. Hann vonast til að vera búinn að ná sér þegar The American Express golfmótið fer fram í Kaliforníu um miðjan mánuðinn.
Scheffler vann ólympíugull á síðasta ári og sjö PGA mót. Hann var nýlega kjörinn besti leikmaður PGA mótaraðarinnar og var það þriðja árið í röð sem hann hlaut þann titil.