Í samtali við MailOnline sagði hún að hún sé ekki að leita að maka eins og er, starfið þarfnist allra krafta hennar.
Bonnie, sem er 25 ára, hefur látið hafa eftir sér að hún sé reiðubúin til að fá HIV þrátt fyrir að hafa aldrei fengið kynsjúkdóm. Í nýja viðtalinu sagði hún að þeir sem hún stundar kynlíf með fari í kynsjúkdómapróf áður. Hún sagðist meðvituð um þá hættu sem fylgi því að stunda kynlíf á þann hátt sem hún geri og viti vel hvernig hún geti smitast.
Hún sagði að karlarnir, sem hún stundaði kynlíf með þegar hún setti heimsmetið, hafi notað smokk til að draga úr líkunum á smiti.
„HIV er sá stóri. Samt vel ég að gera þetta, ég tek þessa áhættu með glöðu geði,“ sagði hún í viðtali við MailOnline og bætti við að hún þéni um 1 milljón punda á mánuði en það svarar til um 170 milljóna króna. Móðir hennar, fósturfaðir og fyrrum eiginmaður eru í vinnu hjá henni við að halda utan um starfsemina.