fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

„Þetta hjálpar 95% fólks við að komast í góða þyngd“

Pressan
Sunnudaginn 26. janúar 2025 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú meðal þeirra sem hafa sett stefnuna á að missa nokkur kíló og slökkva á sykurþörfina eftir jólahátíðina (sem einkenndist væntanlega af miklu áti)? Þá ertu kannski tilbúin(n) til að takast á við áskorun eina.

Hvað segirðu um „Grænan mánuð“? Eða eins og rithöfundurinn Anette Sams kallar þetta: „Mánuður með ósveigjanlega stöðugum blóðsykri og þarmaflóru“. En óháð því hvaða nafni þessi mánuður gengur undir, þá snýst hann um að virkja „náttúruleg þyngdartapshormón“ líkamans.

Sams, sem skrifaði bókina „Kroppen kan selv“ segir að allir ættu að prófa aðferðina sem hún telur virka vel. Með því geti líkaminn sjálfur haft stjórn á mörgum hlutum. „Það gengur fólk um sem hefur misst 40-60 kíló með þessari aðferð,“ sagði hún.

„Ég get ekki lofað að þetta gagnist öllum en það getur Wegovy heldur ekki. Ég held að þetta geti hjálpað 95% fólks við að komast í heilbrigða þyngd, betra ónæmiskerfi og miklu heilbrigðari líkama,“ sagði hún. Hún er menntaður lyfjafræðingur og starfaði lengi við rannsóknir hjá danska lyfjarisanum Novo Nordisk.

Í bókinni útskýrir hún hvernig líkaminn myndar þau hormón, sem þyngdartapslyfið Wegovy hermir eftir, ef við gefum honum tækifæri til þess.

Þetta snýst um að virkja þarmahormónið GLP1.

„Við vitum ekki enn fullkomlega hvernig þetta hormón virkar en við vitum meira en áður og það er rugl að þessi vitneskja sé ekki á allra vörum,“ sagði hún.

Lykilatriðið í þessu er að borða mat sem kemst langt niður í smáþarminn áður en hann er meltur. „Þarmarnir eru átta metrar á lengd og samanstanda af flötum frumum sem mynda skil á milli þarmainnihaldsins og annarra hluta líkamans. Sumar af frumunum geta losað um GLP1 ef maður örvar móttakarana á þeim. Leyndardómurinn er að borða mat sem kemst alla leið niður, þar sem hann getur kveikt á stóru líffræðilegu heilsutenglunum áður en hann er tekinn upp í líkamann,“ sagði Sams.

Þeim mun lengra niður í þarmana, sem maturinn kemst, þeim mun fleiri frumur geta myndað GLP1.

Vandinn sem við glímum mörg við, er að við borðum sífellt meira af ofurunnum matvælum. Það er matur sem líkaminn leysir hratt upp og kemst því aldrei niður í þarmana þar sem GLP1 frumurnar geta virkjast.

Grænmeti er mjög gott til að virkja GLP1 og því mælir Sams með mikilli grænmetisneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði