Bandaríski sálfræðingurinn Francesca Tighinean, skýrði frá fimm einföldum merkjum sem benda til að einhverjum líki ekki við þig.
Forðast augnsamband – Eitt mest áberandi merkið er ef viðkomandi forðast augnsamband við þig. Francesca segir að þetta geti verið aðferð til að forðast dýpri tengingu eða samtöl.
Samanklemmdar varir – Ef einhver klemmir varirnar saman, þá getur það verið vísbending um pirring, stress eða óánægju. Þetta er lúmskt en afhjúpandi smáatriði sem fólki yfirsést oft.
Líkaminn vísar frá þér – Líkamsstaðan getur komið upp um tilfinningar fólks. Ef fætur þess eða líkami vísa frá þér, kannski að dyrum eða öðrum punkti í herberginu, þá getur það verið merki um að viðkomandi vill binda endi á samskiptin við þig.
Setja upp varnir – Að krossleggja handleggina, setja tösku á milli ykkar eða stíga skref aftur á bak getur verið merki um að viðkomandi vilji hafa ákveðna líkamlega eða andlega fjarlægð á milli ykkar. Þetta gerist oft ómeðvitað en er merki um ákveðin óþægindi.
Brosir ekki – Ef viðkomandi brosir ekki alvöru brosi eða sýnir lítil svipbrigði, þá getur það verið merki um lítinn áhuga eða hlýju í samskiptum ykkar. Raunverulegt bros er mikilvægur hluti af jákvæðum samskiptum og ef það er ekki til staðar, þá getur það sagt margt.