Í nýrri rannsókn frá TasteAtlas er afhjúpað í hvaða landi besti maturinn er á boðstólum. Það kemur kannski sumum á óvart að það eru ekki Ítalía eða Frakkland sem eru í fyrsta sætinu.
TasteAtlas greindi tæplega 500.000 umsagnir um rúmlega 15.000 rétti.
Niðurstaða þessarar greininga er að besti maturinn sé í Grikklandi. The Mirror skýrir frá þessu.
Þekkti grískir réttir eins og stifado, moussaka, dolma, gyros, tzatziki og salöt eru meðal þeirra rétta sem heilluðu dómarana.
Margir telja að ítalskur matur sé sá besti í heimi en landið lenti í öðru sæti og það voru auðvitað pitsur, pasta, risotto og tiramisu sem tryggðu það sæti.
Matur er stór hluti af menningu margra landa og laðar milljónir ferðamanna til sín árlega. En það eru einnig lönd, þar sem matarmenningin þykir ekki upp á marga fiska. Þar má nefna Bretland sem lenti í 48. sæti með djúpsteikta fiskinn sinn og franskar kartöflur.
Hér fyrir neðan eru tíu efstu löndin talin upp og er sigurlandið fyrst og síðan er talið niður í tíunda sæti.
Grikkland
Ítalía
Mexíkó
Spánn
Portúgal
Tyrkland
Indónesía
Frakkland
Japan
Kína