Margir telja ísskápinn vera kassa með köldum og kaldari svæðum. En ísskápum er skipt upp í misheit svæði.
Hurðin er heitasti hlutinn og hentar því vel fyrir matvæli á borð við tómatsósu, sojasósu og álíka vörur.
Í miðjunni er kaldast og þar tilvalið að geyma mjólk og afganga.
Neðst er best að geyma fisk og kjöt en þó aðeins ef matvælin eru í lokuðum umbúðum því leki úr þeim getur lent í grænmetisskúffunum og eyðilagt grænmetið.
Grænmetisskúffan er hönnuð til að halda grænmetinu fersku lengi en þú verður þá að nota hana rétt. Má þar nefna að grænmeti á borð við gulrætur og brokkolí geymist best við mikinn raka en ávextir á borð við epli og perur geymast best við lágt rakastig. Það er því best að halda þessu aðskildu.
Það kann að virðast góð hugmynd að þvo grænmeti og ávexti áður en þeir eru settir í ísskápinn en það getur orðið til þess að þeir rotna fyrr en ella. Þess vegna skaltu bara þvo grænmeti og ávexti þegar þú ert að fara að borða þá.
Tómatar og laukur hafa það best utan ísskápsins. Kuldi gerir lauk mjúkan og tómatar missa bragð og áferðin breytist. Geymdu lauk í þurru og svölu umhverfi þar sem vel loftar um. Láttu tómatana þroskast á borðinu og settu þá bara í ísskáp ef það er búið að skera þá.
Það á aldrei að geyma matarfanga í niðursuðudósum í ísskáp. Málmurinn hefur áhrif á bragðið. Settu matinn því frekar í gler- eða plastílát með loki.
Þrátt fyrir að það sé eggjahólf í hurð margra ísskápa þá er þetta versti staðurinn til að geyma þau. Þar er hlýjast og mestu hitasveiflurnar. Geymdu eggin í eggjabakkanum í einni af köldustu hillunni og settu þau innst.