Þetta snýst um að sumir sturta niður á meðan klósettið er opið. Það þýðir að öragnir frá saur og þvagi berast allt að hálfan annan metra upp í loftið.
Þessar agnir lenda á tannburstum, handklæðum, hurðarhúni og veggjum.
„Þú þarft að loka klósettinu áður en þú sturtar niður, það geri ég alltaf,“ sagði Olsvik í samtali við TV2.
Tannburstinn er meðal þeirra hluta sem eru í mestri hættu á að verða skotmark bakteríanna þegar sturtað er niður með opið klósett. Ef hann er ekki inni í skáp, er hætta á að bakteríur úr klósettinu lendi á honum. Olsvik ráðleggur fólki því að geyma tannburstann inni í skáp.