fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði

Pressan
Laugardaginn 25. janúar 2025 13:30

Franskir evrupeningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir flesta eru peningar bara praktískt verkfæri til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Mynt er í sjálfu sér ekki mikils virði en það eru þó undantekningar þar á.

Einföld 1 evru mynt frá 1999, sem var slegin í Frakklandi, er svo eftirsótt í dag að hún selst fyrir allt að 100.000 krónur á uppboðum.

Fyrsta evruárið var mikilvægt fyrir ESB og evran var tekin upp sem gjaldmiðill í mörgum þeirra.

Í Frakklandi var 1 evru myntin sett í umferð áður en franski frankinn var tekinn úr umferð. Fyrstu evrurnar voru slegnar 1999 og settar í umferð þetta sama ár í Frakklandi og síðan tók evran alfarið við sem gjaldmiðill 2002.

Það er einmitt 1 evru mynt, slegin 1999, sem er eftirsótt af söfnurum og eru þeir reiðubúnir til að greiða allt að 100.000 krónur fyrir eina slíka. Ástæðan fyrir þessum áhuga þeirra á 1 evru myntinni er blanda af sögunni og árinu sem hún var slegin. Einnig var lítið magn af myntinni í umferð og það eykur verðmæti hennar.

Ef þú átt 1 evru peninga og vilt skoða hvort þessi eftirsótta 1999 útgáfa er þeirra á meðal þá þarftu að finna slíka mynt sem var slegin í Frakklandi 1999. Á annarri hlið hennar stendur „Liberté, Égalité, Fraternité“ en á hinni hliðinni stendur 1999 neðst. Myntin er nákvæmlega 23,35 mm í þvermál og vegur 7,51 gramm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Asensio
Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum
Fannst eftir 41 ár