fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Pressan
Föstudaginn 24. janúar 2025 18:00

Þessi er greinilega veikur og brýtur þar með gegn banninu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórinn í ítalska bænum Belcastro, sem er í suðurhluta landsins,  hefur sent bæjarbúum tilkynningu þar sem hann bannar þeim að vera veikir. Það er nú líklega ekki á hans valdi að banna bæjarbúum að veikjast en að baki þessari „tilskipun“ hans er ákveðin ástæða.

„Íbúum Belcastro er skipað að forðast að veikjast á nokkurn þann hátt sem kallar á læknisaðstoð,“ skrifaði hann í tilkynningunni sem hann segir sjálfur vera „augljóst grín“. En að baki gríninu liggur ákveðin alvara.

BBC segir að bæjarstjórinn hafi beðið bæjarbúa um að „forðast að taka þátt í því sem getur valdið líkamstjóni og forðast slys heima við“.

Hann ráðleggur íbúunum einnig  að „fara ekki oft að heiman, ferðast eða stunda íþróttir“, þess í stað eigi þeir „að hvíla sig megnið af tímanum“.

Í samtali við BBC sagði hann að ástæðan fyrir þessu gríni hans sé hversu lélegt heilbrigðiskerfið í héraðinu er. Næsta bráðamóttaka er í um 45 km fjarlægð og þangað er aðeins hægt að aka eftir vegi þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst.  Þess utan er læknavaktin bara opin öðru hvoru.

„Það er erfitt að finnast maður öruggur, þegar maður veit að ef maður þarf aðstoð, þá er bara hægt að fá hana með því að komast tímanlega á bráðamóttökuna. Þessi langa leið þangað er næstum hættulegri en sjúkdómurinn,“ sagði hann í samtali við ítalska sjónvarpsstöð að sögn BBC.

Vandamálin, sem hann benti á, er eitthvað sem mjög margir íbúar í suðurhluta Ítalíu kannast við. Þar skortir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og biðlistarnir eru fáránlega langir. Mjög mikið er af eldri borgurum í landshlutanum og því meira álag á heilbrigðiskerfið en ella.

Þetta á við í Belcastro en um helmingur íbúanna 1.200 eru eldri en 65 ára að sögn bæjarstjórans.

Það eru að sögn aðallega tvær ástæður fyrir því hversu slæm staða heilbrigðiskerfisins er í þessum landshluta. Önnur er að stjórnun þess er ábótavant, bæði  svæðisbundin stjórnun og á landsvísu. Hin er starfsemi skipulagðra glæpasamtaka en samfélagið er gegnsýrt af áhrifum hennar. Segja má að hvar sem von er um peninga, þar er mafían.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins

Vita hvað gerðist þegar þrír vinir fundust frosnir í hel í garði fjórða vinarins