Meðfylgjandi myndband var tekið í verslun Costco í Atwater Village þann 16. janúar síðastliðinn, en Pokemon-settið sem um ræðir heitir 151 Blooming Waters Premium Collection.
Voru settin rifin út á nokkrum sekúndum og kom til handalögmála þar sem fólk barðist um að fá sinn skammt. Í fréttum bandarískra fjölmiðlar kemur þó fram að ekki hafi þurft að kalla til lögreglu og urðu engin alvarleg slys á fólki, sem betur fer.
Gera má ráð fyrir því að einhverjir munu freista þess að selja settin á uppsprengdu verði til þeirra sem ekki voru jafn heppnir.
Pokemon-spjöldin njóta sígildra vinsælda og eru dæmi þess að stök spjöld seljist á tugi, ef ekki hundruð, þúsunda.
people are fighting in Costco over pokemon cards
I picked a bad time to join this hobby… pic.twitter.com/xPK1mhb0Ag
— DSG Toast (@DisguisedToast) January 16, 2025