fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 04:30

Frá Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur sjúkdómur hefur orðið 17 manns, úr þremur fjölskyldum, að bana í afskekktu indversku þorpi í Kasmír.

Fólkið bjó allt í þorpinu Budhal í Rajouri héraðinu. The Independent segir að þorpsbúar séu skelfingu lostnir og óttast þeir mjög hvert framhaldið verður. Sérfræðingar hafa verið sendir á vettvang til að rannsaka málið.

Á sunnudaginn lést Yasmeen Kousar, 16 ára, af völdum þessa dularfulla sjúkdóms. Þar með hefur faðir hans, Mohammad Aslam, misst öll sex börn sín af völdum sjúkdómsins auk tveggja ættingja.

Eins og áður sagði, þá eru þorpsbúar skelfingu lostnir og eru hættir að hittast og sumir neita að borða mat sem er ekki eldaður heima hjá þeim.

Sérfræðingateymi kom til þorpsins á sunnudaginn og leggur innanríkisráðuneytið mikla áherslu á að niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir eins fljótt og unnt er.

Lögreglan hefur sett sérstak rannsóknarteymi á laggirnar til að skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Sjúkdómseinkennin eru hiti, magaverkir, uppköst og meðvitundarleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Í gær

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold