fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Grínistinn minnist mótleikara síns með hlýju – „Hún var mjög góð stelpa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 10:59

Gervais og Anti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski grínistinn og framleiðandinn Ricky Gervais minnist mótleikara síns úr þáttunum After Life, hundsins Anti.

Í færslu sem Gervais birtir á Instagram segir hann tíkina, sem var þýskur fjárhundur, hafa verið þrettán ára og „góð stelpa“.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ricky Gervais (@rickygervais)

Gervais segir Anti hafa verið fallega sál og átt þátt í því að gera framleiðsluna á After Life að uppáhalds upptökureynslu sinni.

Þrjár þáttaraðir voru gerðar af After Life, 18 þættir alls, og lék Anti í þeim öllum. Gervais skrifar handrit, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið, ekkilinn Tony Johnson, sem reynir að ná fótfestu í lífinu á ný eftir að eiginkona hans deyr úr brjóstakrabbameini. Johnson íhugar að taka eigið líf, en ákveður í stað þess að gerast hreinn drullusokkur og segja og gera nákvæmlega það sem honum sýnist án þess að taka tillit til að slíkt athæfi geti sært samferðamenn hans. Vinnufélagar hans og hundurinn Brandy ná að lokum að sýna Johnson fram á að lífið er þess virði að lifa því, þrátt fyrir áföllin.

Anti mætti fyrst á kvikmyndasett með eigendum sínum aðeins tíu vikna hvolpur. Tíkin lék í mörgum myndum og þáttaröðum, meðal annars The Boys In The Boat sem George Clooney leikstýrði, þáttaröðunum The Capture, Doc Martin, Britain’s Got More Talent og 8 Out Of 10 Cats Does Countdown.

Síðast lék Anti í þætti af Midsomer Murders í júlí 2024, lögregluhund sem stöðvar morðingja í ætlunarverki sínu áður en hundurinn hættir störfum. Líkt og karakter sinn hætti Anti í leiklistinni eftir þann þátt.

„Ég er svo ánægður með að ég sagði henni hundrað sinnum á dag að hún væri mjög góð stelpa,“ segir Gervais.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði