fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 08:00

Eliza og Henrietta. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska lögreglan er engu nær um hvað varð um tvíburasysturnar Eliza og Henrietta Huszti. Síðasta lífsmarkið frá þeim var aðfaranótt 7. janúar klukkan 02.12.

Þá voru textaskilaboð send úr farsíma Henrietta. Hún sendi þá skilaboð til leigusalans, sem þær leigðu af í Aberdeen, og sagði að þær myndu ekki koma aftur. Síðan virðist sem slökkt hafi verið á símanum því farsímasendar hafa ekki numið nein merki frá honum síðan.

Lögreglan ákvað að skýra frá skilaboðunum þar sem hún er komin í öngstræti við rannsóknina á hvarfi þessara 32 ára tvíburasystra. Þær eru frá Ungverjalandi en hafa búið í Skotlandi undanfarin 10 ár.

Lögreglan segir að síðast hafi sést til systranna á brú yfir ána Dee að vitað sé að þær voru einnig á henni fyrr um daginn. Þetta sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum.

Klukkan 02.50 aðfaranótt 6. janúar stóðu þær á brúnni og segja vitni að þær hafi verið þar í um fimm mínútur en síðan hafi þær gengið á brott.

Leigusali þeirra fann eigur þeirra þann 8. janúar og gerði lögreglunni þá viðvart.

Talsmaður lögreglunnar segir að ekki sé talið að neitt glæpsamlegt liggi að baki hvarfi systranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu