Giuseppe Valditara, menntamálaráðherra, kynnti námsskrána nýlega, sagði í samtali við Il Giornale, sem er hægrisinnað dagblað, að börn verði að „komast á bragðið með að lesa“ og „læra að skrifa betur“.
Hann nefndi ekki sérstaklega að biblían verði nú tekin inn í námsefni grunnskólabarna en Paola Frassinetti, ráðuneytisstjóri hans, sagði í samtali við Ansa fréttastofuna að hin helga bók verði til staðar í „einhverju formi“.
Latínukennsla verður tekin upp á gagnfræðastigi sem og sögukennsla þar sem aðaláherslan verður á Ítalíu, Evrópu og hinn vestræna heim en án „hugmyndafræðilegra fordóma“ sagði Valditara í samtali við Il Giornale.
Valditara hefur einnig í hyggju að láta byrja kenna börnum á nýjan leik að læra ljóð utan að. Í framhaldi af því eiga þau að takast á við erfiðari texta, klassísks verk, gríska goðafræði og meira að segja Íslendingasögur en sumir hafa tengt Íslendingasögurnar við hinn mikla áhuga Giorgia Meloni, forsætisráðherra, á Hringadróttinssögum JRR Tolkiens.