fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska ríkisstjórnin hefur kynnt nýja námsskrá fyrir börn á aldrinum 3 til 14 ára. Námsskráin á að taka gildi skólaárið 2026/2027. Gagnrýnendur segja að um hreina „afturför“ og „nostalgíu“ sé að ræða.

Giuseppe Valditara, menntamálaráðherra, kynnti námsskrána nýlega, sagði í samtali við Il Giornale, sem er hægrisinnað dagblað, að börn verði að „komast á bragðið með að lesa“ og „læra að skrifa betur“.

Hann nefndi ekki sérstaklega að biblían verði nú tekin inn í námsefni grunnskólabarna en Paola Frassinetti, ráðuneytisstjóri hans, sagði í samtali við Ansa fréttastofuna að hin helga bók verði til staðar í „einhverju formi“.

Latínukennsla verður tekin upp á gagnfræðastigi sem og sögukennsla þar sem aðaláherslan verður á Ítalíu, Evrópu og hinn vestræna heim en án „hugmyndafræðilegra fordóma“ sagði Valditara í samtali við Il Giornale.

Valditara hefur einnig í hyggju að láta byrja kenna börnum á nýjan leik að læra ljóð utan að. Í framhaldi af því eiga þau að takast á við erfiðari texta, klassísks verk, gríska goðafræði og meira að segja Íslendingasögur en sumir hafa tengt Íslendingasögurnar við hinn mikla áhuga Giorgia Meloni, forsætisráðherra, á Hringadróttinssögum JRR Tolkiens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags