fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 22:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum hugsanlega komist mun nær því að geta veitt meðferð við einu banvænasta formi krabbameins sem til er, krabbameini í brisi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla.

Krabbamein í brisi er ein banvænasta tegund krabbameins. Hjá körlum eru 12% líkur á að þeir séu á lífi 5 árum eftir að þeir greinast með krabbameinið og hjá konum eru líkurnar 14%.

Einkenni krabbameinsins eru óljós og koma oft ekki fram fyrir en löngu eftir að krabbameinið skýtur rótum í líkamanum.

Danskir vísindamenn nýttu sér þróaða krabbameinsmeðferð við öðrum tegundum krabbameins sem grunn að nýrri aðferð.

Lars Henning Engelholm, einn af vísindamönnunum á bak við rannsóknina, segir að litlar framfarir hafi orðið í meðferð við briskrabbameini síðustu 20 árin en nýja rannsóknin lofi góðu. Nýju lyfi er beitt í henni en það getur barist við krabbameinið á fleiri vegu en áður. Lyfið drepur krabbameinsfrumurnar beint sem og stuðningsfrumur þeirra en þær notar krabbameinið til að stækka og vernda sig.

Þegar lyfið nær til stuðningsfrumanna, losnar um eiturefni sem geta drepið nærstaddar krabbameinsfrumur. Uppbygging æxlisins veikist um leið og þannig verður auðveldara fyrir ónæmiskerfi líkamans að ráðast á það og glíma við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Í gær

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum

Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur

Óðinn er farinn af stað í merkan leiðangur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana