fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 08:40

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, sem svarinn var í embætti Bandaríkjaforseta í gær, tjáði sig stuttlega um stöðu mála í samskiptunum við Rússland á sama tíma og hann ræddi við blaðamenn og skrifaði undir hinar ýmsu forsetatilskipanir sem hann hafði lofað að gera.

Margir bíða spenntir eftir því hvað gerist í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna nú þegar Trump er tekinn við völdum í Hvíta húsinu, en óhætt er að segja að hann hafi verið ómyrkur í máli í garð kollega síns, Vladimír Pútín, í gær.

Trump tjáði blaðamönnum að hann ætlaði sér að ræða við Pútín á næstu dögum. Hvetur hann Rússlandsforseta til að leggja sig fram um að ná samkomulagi um lok stríðsins við Úkraínu.

„Hann ætti að semja. Ég held að hann sé að rústa Rússlandi með því að gera ekki samkomulag,“ sagði Trump og bætti við að Rússar muni lenda í vandræðum ef samningar nást ekki við Úkraínu.

Hann sagðist ætla að ræða málið við Pútín á næstu dögum, en þeir hittust á fyrra kjörtímabili Trumps í Hvíta húsinu.

„Okkur kom vel saman en ég vona að hann vilji gera samning. Hann getur ekki verið ánægður vegna þess að Rússum gengur ekki vel. Hann sýnir vissulega þrautseigju en flestir töldu að stríðinu yrði lokið á innan við viku. Og nú eru að verða komin þrjú ár, ekki satt?“

Trump fór mikinn í aðdraganda forsetakosninganna og sagði raunar að stríðið á milli Rússlands og Úkraínu hefði aldrei brotist út hefði hann verið forseti. Þá lét hann að því liggja að hann myndi stöðva hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu og þvinga þannig Úkraínu til að semja við Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu