fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Sænskur listamaður fær ósk sína um lítið hús á tunglinu uppfyllta

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 06:30

Það er nú ekki stórt. Mynd:The Moonhouse

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aldarfjórðung hefur sænski listamaðurinn Mikael Genberg átt sér þann draum að koma upp litlu húsi á tunglinu. Nú er draumurinn við það að rætast.

Á miðvikudag í síðustu viku var geimfari SpaceX skotið á loft með sérstakan farm. Það er lítið hús, módel af rauðum sænskum trékofa, sem á að koma fyrir á tunglinu. Sænska ríkistúvarpið skýrir frá þessu.

„Tunglhúsið“, eins og það hefur verið nefnt, er á stærð við stóran lófa og var smíðað af Genberg sem hefur unnið að því á þriðja áratug að koma slíku húsi fyrir á tunglinu.

Hann var til staðar á Kennedyhöfða þegar húsinu var skotið á loft í síðustu viku. „One small cabin for a man, one giant reminder for mankind,“ sagði hann við Sænska ríkisútvarpið að geimskotinu loknu og vísaði þar auðvitað til orða Neil Armstrong þegar hann steig fyrstur manna fæti á tunglið.

Verkefnið er unnið í samvinnu við japanska fyrirtækið ispace og verður tunglbíll fyrirtækisins, sem heitir Tenacious, notaður við það. Hann lendir á tunglinu eftir fjóra mánuði og mun koma húsinu fyrir á svæði, þar sem sólar nýtur við, á norðurhvelinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni