Á miðvikudag í síðustu viku var geimfari SpaceX skotið á loft með sérstakan farm. Það er lítið hús, módel af rauðum sænskum trékofa, sem á að koma fyrir á tunglinu. Sænska ríkistúvarpið skýrir frá þessu.
„Tunglhúsið“, eins og það hefur verið nefnt, er á stærð við stóran lófa og var smíðað af Genberg sem hefur unnið að því á þriðja áratug að koma slíku húsi fyrir á tunglinu.
Hann var til staðar á Kennedyhöfða þegar húsinu var skotið á loft í síðustu viku. „One small cabin for a man, one giant reminder for mankind,“ sagði hann við Sænska ríkisútvarpið að geimskotinu loknu og vísaði þar auðvitað til orða Neil Armstrong þegar hann steig fyrstur manna fæti á tunglið.
Verkefnið er unnið í samvinnu við japanska fyrirtækið ispace og verður tunglbíll fyrirtækisins, sem heitir Tenacious, notaður við það. Hann lendir á tunglinu eftir fjóra mánuði og mun koma húsinu fyrir á svæði, þar sem sólar nýtur við, á norðurhvelinu.