Ungmennin fengu hana til að koma á bílastæði í Harrow, sem er í norðvesturhluta Lundúna, undir því yfirskini að þau ætluðu að fara á hjólaskautadiskótek.
Ungmennin höfðu verið vinir stúlkunnar, sem var 18 ára þegar þetta gerðist, en snerust gegn henni eftir að einu þeirra var sagt að hún væri trans. Það ungmenni hafði átt í kynferðislegu sambandi við hana.
Metro segir að ungmennin hafi játað fyrir dómi að hafa veitt stúlkunni alvarlega áverka og að það hafi verið gert af yfirlögðu ráði.
Fórnarlambið sagði fyrir dómi að hún eigi erfitt með að „treysta fólki“ og sé með „stór ör“ eftir þá áverka sem hún hlaut í árásinni.
Ungmennin notuð hóprás á Snapchat til að skipuleggja árásina. Þau voru öll dökkklædd og með grímu þegar þau sátu fyrir stúlkunni. Hún var stungin að minnsta kosti 14 sinnum.
Þrjú ungmenni voru dæmd í þriggja ára fangelsi aðild að henni en stúlkan, sem stakk fórnarlambið, var dæmd í átta ára fangelsi. Refsing eins hefur ekki enn verið kveðin upp.