Þetta er Elon Musk, maðurinn á bak við Tesla, SpaceX og X og maðurinn sem hefur færst sífellt nær Donald Trump, Bandaríkjaforseta.
Musk mun stýra sparnaðaraðgerðum nýrrar stjórnar Trump en þær beinast að rekstri hins opinbera. En hann lætur þetta ekki duga, svona fyrir utan að stýra fyrirtækjum sínum, því hann hefur beint sjónunum og spjótunum að Evrópu í vaxandi mæli á síðustu vikum.
Á laugardaginn skrifaði hann á X: „Frá MAGA til MEGA: Make Europe Great Again!“ Þarna breytir hann velþekktu slagorði Trump aðeins en Trump hefur lengi notað slagorðið „Make America Great Again“.
Í annari færslu síðar um daginn skrifaði hann: „Svo marga Evrópubúa skortir framtíðarvon eða telja að Evrópa sé „slæm“ á einn eða annan hátt. Mikil svartsýni. Þetta verða endalok Evrópu. Þess vegna er breytinga þörf.“
En hann skrifaði ekki neitt um af hvaða breytingar þarf að gera.
Hann hefur blandað sér í þýsk og bresk stjórnmál að undanförnu og ræddi meðal annars nýlega við Alice Weider, formann þýska öfgahægriflokksins AfD, í beinni útsendingu á X.