fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Heilsaði Elon Musk að nasistasið?

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk setti allt á annan endann í gær. Hann hélt ræðu á samkomu sem Repúblikanar héldu í kjölfar innsetningarathafnar Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þar sendi hann áhorfendum kveðju með handahreyfingu sem mörgum þótti minna á nasistakveðjuna sem Adolf Hitler gerði fræga.

Stuðningsmenn Trump og Musk í MAGA-hreyfingunni svonefndu hafa nú farið mikinn í netheimum til að reyna að réttlæta kveðju auðkýfingsins. Þar er kveðjan meðal annars sögð rómversk. Sem reyndar gerir hana ekki mikið skárri enda hefur rómversk kveðja verið tengd við fasisma. Aðrir segja að Musk sé með einhverfu og hafi þarna verið að reyna að segja áhorfendum að hann væri þeim þakklátur með því að sýna að hjarta hans slái með þeim.

Musk fékk líka stuðning úr óvæntri átt þegar bandarísku gyðingasamtökin Anti Demfamation-League (ADL) komu honum til varnar. Samtökin birtu yfirlýsingu á X [áður Twitter]:

„Svo virðist sem að Elon Musk hafi gert neyðarlega handahreyfingu í hvatvísi, frekar en nasistakveðju, en við kunnum að meta að fólk hafi varann á. Sem stendur ættum við þó að halda ró okkar, leyfa honum að njóta vafans og anda rólega.“

Musk þakkaði stuðninginn, en hann hefur áður tekist á við samtökin sem hafa gagnrýnt hatursorðræðu sem viðgengst á samfélagsmiðli hans, X. Musk deilir sjálfur gamalli færslu sinni þar sem hann talaði um að hafa áður kosið demókrata því þeir voru einu sinni flokkur góðmennsku. Undanfarið hafi demókratar orðið flokkur haturs og því hafi hann ákveðið að færa sig til hægri og reiknaði fastlega með því að fá yfir sig skítkast frá vinstrimönnum.

Rolling Stones greinir frá því að öfgahægrimenn hafi fagnað kveðju Musk, sem og nýnasistar. Leiðtogi nýnasistahópsins Blood Tribe, Christopher Pohlhaus deildi kveðju Musk á Telegram: „Mér er sama þó hann hafi gert þetta óvart. Ég ætla að njóta þess að sjá fólk grenja yfir þessu.“

Andrew Torba, sem bjó til nasista-spjallmennið Hitlerbot deildi kveðjunni á miðli sínum Gab og skrifaði: „Frábærir hlutir að gerast“

Rithöfundurinn Keith Woods, sem skilgreinir sig  meðal annars sem gyðingahatara, skrifaði á X: „Ok kannski er woke-ið raunverulega dautt“

Sitt sýnist því hverjum um kveðju Musk í gær. Því verður þó ekki neitað að án samhengis svipar handahreyfingunni nokkuð til nasistakveðjunnar en þegar horft er á samhengið, þar sem Musk sendi áhorfendum hjartað sitt, má vissulega deila um hvað vakti í raun fyrir honum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, bendir á að án samhengis megi halda því fram að margir þekktir demókratar hafi heilsað að nasistasið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“