Þar sendi hann áhorfendum kveðju með handahreyfingu sem mörgum þótti minna á nasistakveðjuna sem Adolf Hitler gerði fræga. Hafa margir stokkið til og gagnrýnt Musk harðlega.
Sjá einnig: Heilsaði Elon Musk að nasistasið?
Musk svaraði fyrir sig á eigin samfélagsmiðli, X, þar sem hann sagði að andstæðingar hans þyrftu að finna „betri skítabrögð“ (e. dirty tricks) en þetta til að taka hann niður. Þá væri það orðið hrikalega þreytt að líkja öllum við Hitler.
Anti Defamation-League, samtök sem berjast gegn gyðingaandúð og sem hafa gagnrýnt Musk í gegnum tíðina, komu honum til varnar og sögðu að svo virtist sem Musk hafi gert sig sekan um „skrýtna handabendingu í hita leiksins“ frekar en að hann hafi ætlað að nota nasistakveðju.