Maðurinn, hinn 62 ára gamli Fan Weiqiu, var dæmdur til dauða í borginni Zhuhai þar sem árásin var framin. Var dómnum fullnustað aðeins þremur vikum eftir að hann féll.
CNN greinir frá því að Fan hafi játað sök í málinu, en hann er sagður hafa verið langt niðri í kjölfar skilnaðar við eiginkonu sína þegar hann framdi voðaverkið.
Í frétt CNN er bent á að glæpum af þessu tagi, þar sem spjótum er beint að saklausum borgurum, hafi fjölgað í Kína að undanförnu.
Nokkrir dagar eru síðan annar maður, rúmlega tvítugur, var tekinn af lífi í borginni Wuxi fyrir að stinga átta manns til bana í nóvembermánuði. Sá er sagður hafa misst stjórn á sér eftir að hafa fallið á prófi og misst af mikilvægum skólastyrk í kjölfarið.