Þetta gerðist í Lundúnum. Það gerir málið enn athyglisverðara að rannsóknin hefur leitt í ljós að tvö önnur börn, drengir sem fundust yfirgefnir 2017 og 2019, eru bræður hennar. Bræðurnir, Roman og Harry, fundust við svipaðar aðstæður. Börnin eru alsystkin.
Sky News hefur eftir talsmanni lögreglunnar að búið sé að fara yfir mörg hundruð klukkustundir af upptökum úr eftirlitsmyndavélum en ekki hafi tekist að bera kennsl á foreldra barnanna. Talið er að móðir þeirra hafi búið í austurhluta Lundúna síðustu sex árin.
Nú hefur verið heitið verðlaunum upp á sem svarar til 3,5 milljóna íslenskra króna fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að lögreglunni takist að finna foreldra barnanna.
Talið er að Elsa hafi verið tæplega klukkustundar gömul þegar hún fannst í East Ham, sem er í austurhluta borgarinnar.