Þar er nú sívaxandi ruslavandi. Reuters segir að mikið sé af plastflöskum og bjórdósum á hafsbotninum við eyjuna og um leið safnast sífellt meira sorp upp á eyjunni sjálfri sem hefur fram að þessu verið þekktust fyrir glæsilegar sandstrendur.
Á hverjum degi flytja flutningabílar og dráttarvélar sorp til risastórs ruslahaugs á eyjunni. Bætast 1.000 tonn við daglega.
Ruslahaugurinn er orðinn svo stór að íbúar í bænum Vassana Toyous hafa misst fjallasýn sína og þurfa þess í stað að sætta sig við ruslafjall.
Aðalástæðan fyrir öllu þessu sorpi er hinn mikli straumur ferðamanna til eyjunnar. Af þeim 35,5 milljónum ferðamanna, sem heimsóttu Taíland á síðasta ári, lögðu 13 milljónir leið sína til Phuket.