fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2025 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband frá samtökunum Hamas hefur vakið nokkra athygli frá því að það birtist í gær. Myndið sýnir þrjár ísraelskar konur sem voru í haldi Hamas en var sleppt í gær í samræmi við samkomulag Hamas og Ísrael um vopnahlé. Þegar konurnar, þær Doron Steinbrecher, Romi Gonen og Emily Damari, komu að bifreið Rauða krossins í Gaza-borg rétti málaliði Hamas konunum gjafapoka. Um var að ræða pappapoka sem var skreyttur merki Qassam-undirdeildar Hamas. Málaliðinn hélt svo uppi vottorði sem var bæði á hebresku og arabísku. Vottorðið staðfesti að sleppa ætti konunum.

Aðili tengdur Gonen og fjölskyldu hennar sagði CNN í dag að í pokanum hefði verið að finna vottorð, hálsmen og ljósmyndir. Pokinn var þó gerður upptækur af ísraelskum öryggissveitum. Ísraelskir miðlar hafa greint frá því að ljósmyndirnar í gjafapokunum hafi sýnt tíma kvennanna í haldi Hamas.

Fulltrúi Rauða krossins, sem kom til að taka á móti konunum, var fenginn til að undirrita kvittun.

Mál kvennanna hefur vakið mikla furðu enda þykir það vægast sagt galið að leysa gísl út með gjafapoka þegar honum er loks sleppt úr haldi. Líklegast er talið að Hamas sé að gæta að ímynd sinni og til að sýna heiminum að samtökin hafi ekki verið sigruð. Á myndum og myndböndum sem birtust í gær höfðu málaliðar stillt sér uppi á götum Gaza til að sýna að Ísrael hafi hvorki tekist að leysa samtökin upp né tortíma þeim.

Myndefnið er talið líklegt til að kynda undir báða hliðar átakanna.

CNN greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt