Allt er vænt sem vel er grænt, eða svo er sagt. Þetta veit Jemima Packington en hún fékk í vöggugjöf óvenjulega skyggnigáfu. Hún spáir nefnilega fyrir um framtíðina með því að nota aspas.
Packington er sögð hafa spáð fyrir stóra atburði á borð við Brexit og andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Packington býr í Bath á Englandi og deilir gjarnan eins konar völvuspá með breskum miðlum á nýju ári.
Hún segir að árið 2025 verði stútfullt af óvæntum atburðum, sem eru þó kannski ekki það óvæntir eftir að Packington kjaftaði frá. Er þá spádómurinn strax fallinn um sig sjálfan? Skemmtanagildið er þó enn til staðar.
Packington les úr aspasinum miklar uppstokkanir í stjórnmálum og minnst einar náttúruhamfarir með miklu manntjóni. Hún sér fyrir andlát í bresku konungsfjölskyldunni og eitthvað mun ógna heilsu Bandaríkjaforseta, Donald Trump.
Packington stærir sig af 75-90 prósent nákvæmi í spádómum sínum. Hún telur að nákvæmnin aukist bara með reynslunni. Stundum skjátlist henni en það megi rekja til þess að hún les aspasinn vitlaust.
„Ég spáði því að Boris Johnson yrði forsætisráðherra Bretlands áður en hann íhugaði framboð og allir hlógu að mér.“
Packington grípur búnt af aspas sem hún kastar í loftið og leyfir að falla til jarðar. Þá les hún spádóma úr því mynstri sem aspasinn hefur fallið í.
Hér eru 10 spádómar hennar fyrir nýtt ár:
Þar hafið þið það. Þetta hefur aspaskonan að segja um árið 2025. Fyrir forvitna má svo rifja upp aspasvölvu ársins 2024. Apaskonan spáði því meðal annars að kona yrði forseti Bandaríkjanna. Þá var ekki vitað að kona yrði í framboði en Kamala Harris tapaði þó fyrir Donald Trump. Kannski má því kalla þetta innan skekkjumarka aspasins. Hún spáði því að einhver í bresku konungsfjölskyldunni myndi sækja um hjónaskilnað. Þetta hefur ekki gengið eftir eða hvað? Sögusagnir eru á kreiki um að Meghan Markle og Harry Bretaprins séu skilin að borði og sæng en séu að halda því leyndu. Það er því aldrei að vita. Svo spáði hún því að heimurinn myndi missa áhugann á frægu fólki og áhrifavöldum. Það gekk ekki eftir.