fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Pressan
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er vænt sem vel er grænt, eða svo er sagt. Þetta veit Jemima Packington en hún fékk í vöggugjöf óvenjulega skyggnigáfu. Hún spáir nefnilega fyrir um framtíðina með því að nota aspas.

Packington er sögð hafa spáð fyrir stóra atburði á borð við Brexit og andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Packington býr í Bath á Englandi og deilir gjarnan eins konar völvuspá með breskum miðlum á nýju ári.

Hún segir að árið 2025 verði stútfullt af óvæntum atburðum, sem eru þó kannski ekki það óvæntir eftir að Packington kjaftaði frá. Er þá spádómurinn strax fallinn um sig sjálfan? Skemmtanagildið er þó enn til staðar.

Packington les úr aspasinum miklar uppstokkanir í stjórnmálum og minnst einar náttúruhamfarir með miklu manntjóni. Hún sér fyrir andlát í bresku konungsfjölskyldunni og eitthvað mun ógna heilsu Bandaríkjaforseta, Donald Trump.

Packington stærir sig af 75-90 prósent nákvæmi í spádómum sínum. Hún telur að nákvæmnin aukist bara með reynslunni. Stundum skjátlist henni en það megi rekja til þess að hún les aspasinn vitlaust.

„Ég spáði því að Boris Johnson yrði forsætisráðherra Bretlands áður en hann íhugaði framboð og allir hlógu að mér.“

Packington grípur búnt af aspas sem hún kastar í loftið og leyfir að falla til jarðar. Þá les hún spádóma úr því mynstri sem aspasinn hefur fallið í.

Hér eru 10 spádómar hennar fyrir nýtt ár:

  • Áframhaldandi ókyrrð í Evrópu og á Miðausturlöndum. Staðan verður sérstaklega erfið í Evrópu þar sem borgarar eru ósáttir.
  • Pólitískar afsagnir verða sögulega margar og eiga sér stað út um allan heim.
  • Eitthvað mun ógna heilsu Trump gífurlega.
  • Evrópskir bílaframleiðendur munu lenda í miklum vandræðum sem tengjast rafbílavæðingu
  • Miklar sveiflur verða á hlutabréfamörkuðum heimsins. Meira verður um fall en flug.
  • Breska konungsfjölskyldan mun ganga í gegnum áskoranir og vandræði en mun komst í gegnum þau.
  • Því miður verða fleiri andlát hjá konungsfjölskyldunni.
  • Menning áhrifavalda á samfélagsmiðlum mun áfram einkennast af hneykslum.
  • Þjóðir heims munu bregðast með ólíkum hætti við loftlagsbreytingum. Gífurlegar hamfarir munu eiga sér stað með miklu manntjóni.
  • Áberandi manneskjur í dægurmenningu verða á milli tannanna á fólki og handtökur eiga sér stað sem munu koma fólki í opna skjöldu.

Þar hafið þið það. Þetta hefur aspaskonan að segja um árið 2025. Fyrir forvitna má svo rifja upp aspasvölvu ársins 2024. Apaskonan spáði því meðal annars að kona yrði forseti Bandaríkjanna. Þá var ekki vitað að kona yrði í framboði en Kamala Harris tapaði þó fyrir Donald Trump. Kannski má því kalla þetta innan skekkjumarka aspasins. Hún spáði því að einhver í bresku konungsfjölskyldunni myndi sækja um hjónaskilnað. Þetta hefur ekki gengið eftir eða hvað? Sögusagnir eru á kreiki um að Meghan Markle og Harry Bretaprins séu skilin að borði og sæng en séu að halda því leyndu. Það er því aldrei að vita.  Svo spáði hún því að heimurinn myndi missa áhugann á frægu fólki og áhrifavöldum. Það gekk ekki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð